25.01.11

Von Þóroddsdóttir er ævintýrahross, á því leikur ekki vafi. Að minnsta kosti var það að heyra á Bjarna í dag. Raunar minnir mig að það hafi verið aðeins lakara hljóð í honum dag einn í síðustu viku! En svona hefur það nú löngum gengið fyrir sig hér á bæ, ætli maður...

23.01.11

Komum í dag, við Magga, í hesthúsið hjá Danna og Guðbjörgu austur á Hellu. Sáum höfðingjann Þórodd vel til hafðan og fallega fóðraðan. Það er búið að ríða honum talsvert, og ekki er annað að finna en að fóturinn sé í góðu lagi. Danni er bjartsýnn á að hann komist...

17.01.11

Loksins gerði smá snjóföl, að segja má langþráð, því það mýkti mikið reiðgötuna. Riðum sumsé út í draumafæri í dag, feðgar. Allt gott af því að frétta. Hamsdóttirin hans Hreins, Röst frá Laugarvatni, er nú að byrja að sýna sig aftur sem það gæðingsefni sem við sáum í...

14.01.11

Heyrði í dag skrýtna sögu af vel þekktu hestafólki – og kynbótadómurum – sem kom í hesthús hjá landsþekktum tamningamanni. Sá leiddi fram á stétt glæsilegt hross, og það stóð ekki á því negla saman einn byggingardóm uppá 8,40 – 8,50. Svo var spurt:...

13.10.11

Svo ég haldi áfram að vitna í gamla Laugdælinga, núna í tilefni af bitrum kulda sem bítur í kinnar á útreiðunum. Pálmi á Hjálmsstöðum útbjó fyrripart á spilakvöldi Kvenfélagsins. Að vanda skyldi verðlauna besta botninn. Þorkell á Laugarvatni var meðal þeirra sem...

10.01.11

Þorkell tók í gær tvö hross suður til Keflavíkur, Veru og Straum. Camilla Petra ætlar að þjálfa Veru fyrir átök sumarsins – raunar ætla ég að það verði frekar eins og léttur leikur hjá þeim, því báðar eru fimar og flinkar……… Þorkell var Straumi...