by Bjarni Þorkelsson | jún 17, 2011 | Fréttir
Seinni umferð 100 m skeiðsins var í kvöld, og enn bætti Hera sig hjá Bjarna. Hún fór nú á 7,65 í fyrri spretti og 7,67 í þeim seinni. Það eru nú annar og þriðji besti tími vorsins, aðeins Hörður frá Reykjavík, rammefldur fullorðinn klár hjá Daníel Inga Smárasyni fór á...
by Bjarni Þorkelsson | jún 15, 2011 | Fréttir
Hera gerði það gott hjá Bjarna í kvöld og hlaut besta tímann í fyrri umferð í 100 m skeiði á Gullmóti Sörla., 8,14 sekúndur í mótvindi. Þetta er frumraun hennar í þessari skeiðgrein, og hefur raunar aðeins farið einu sinni áður á kappreiðar, þá í 150 metrana. Hera er...
by Bjarni Þorkelsson | maí 22, 2011 | Fréttir
Seldi í dag Vísi frá Þóroddsstöðum, afar góðan hest, litfagran og hraustan. Annan tilvonandi snilling sá ég svo undir kvöld hjá Þorkeli mínum, og vonast til að mynd hafi náðst af því – og komi í stað orðmargrar lýsingar. Hesturinn er Straumur frá Laugarvatni,...
by Bjarni Þorkelsson | maí 17, 2011 | Fréttir
Bjarni fór í dag með Von og Eldingu í kynbótadóm í Reykjavík. Það er skemmst frá því að segja að það gekk afbragðsvel. Von fékk 8,33 í aðaleinkunn og tryggði sér farseðil á LM 2011. Hún fékk 9 fyrir fótagerð og skeið og hvorki meira né minna en 9,5 fyrir vilja og...
by Bjarni Þorkelsson | maí 15, 2011 | Fréttir
Gerðum góða ferð í dag vestur yfir heiði, á kappreiðar hjá Herði í Mosfellsbæ. Vera sigraði 150 metrana, rann skeiðið á 14,35. Camilla Petra var knapinn, prúð og fumlaus í öllum aðgerðum. Þær áttu frábæra sprettaseríu, fóru fyrst keppnislaust á 15,01, síðan kom gildur...
by Bjarni Þorkelsson | apr 5, 2011 | Fréttir
Fór í dag austur á Hvolsvöll að sækja fóðurbæti – og notaði auðvitað ferðina. Kom fyrst til Brynjars Stefánssonar á Selfossi. Brynjar sýndi mér brúna hryssu Stefáns Pálssonar, undan Þóroddi. Hún er að verða fimm vetra. Ég var afskaplega ánægður með hana, tölt og...