Það var hálfgaman aððí í kvöld á Skeiðleikum 3 á Selfossi. Hera (u. Kjarval og Gunni Þóroddsstöðum, skeiðdrottningu fyrri ára) virðist vera komin á beinu brautina, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér 2. sætið í tveimur skeiðgreinum.

250 metrana hljóp Hera á 23,7, en fyrstur varð Andri frá Lynghaga (u. Adam Ásmundarstöðum og annarri gamalli skeiðdrottningu, Söndru frá Stafholtsveggjum) hjá Sigurbirni Bárðarsyni. Hann rann sprettfærið á 23,5. Þriðji varð Gjafar frá Þingeyrum.

Í 100 m flugskeiði fór Hera á 7,65, en sigurvegarinn að þessu sinni – eins og oft áður var Spyrna frá Vindási (u. Aroni og Stjörnu gömlu frá Vindási). Spyrna fór á 7,49. Þriðji varð svo Hörður frá Reykjavík (u. Reyk frá Hoftúni) á 7,66.

Dís (u. Þyrni Þóroddsstöðum og Klukku s.st.) fór 100 m flugskeiðið á 8,4 sek, en 150 metrana á 17,4 (sjá mynd með fréttinni).
Hún er að læra þetta, og það sáust bráðefnileg tilþrif til hennar.
(Hér má ég til að skjóta inní smá viðbót frá Skeiðleikum 4: Þar fór Dís 100 m flugskeiðið á 8,07 sek. og 150 m á 16,17. Hera náði líka sínum besta í 250 m: 22,6 sek (gamla Glettumetið!), en 7,68 í 100m.
Blikka kom á kappreiðar í fyrsta skipti og náði 2 gildum sprettum, þeim seinni á 16,9).

Óðinn frá Búðardal (u. Funa Stórahofi), knapi Sigurbjörn Bárðarson, skaut öllum ref fyrir rass í 150 metrunum – rétt eins og vant er. Hann er orðinn 20 vetra, en engan bilbug er á honum að finna.Tíminn 14,33, hvorki meira né minna. Næstur kom Blossi frá Skammbeinsstöðum á 14,6, knapi Ævar Örn Guðjónsson. Þriðji varð Tumi frá Borgarhóli og Teitur Árnason á 14,7, fjórði Skemill frá Dalvík og Reynir Örn Pálmason, fimmti Hnikar frá Ytra-Dalsgerði og Erling Sigurðsson.

%d bloggers like this: