Dýpst vötn falla með minnstum gný

Bjarni Þorkelsson

Hrafn frá Holtsmúla var eins kolsvartur og bæjarhrafninn á sérhverju byggðu bóli á ísaköldu landi. En ábúendurnir, taka þeir eftir krumma? Það væri að minnsta kosti synd að segja að hann njóti ævinlega sérstakrar lýðhylli eða óskiptrar athygli. Gamalt mál segir að guð launi fyrir hrafninn: Þeir sem muni eftir honum þegar harðnar á dalnum, uppskeri ríkulega í fyllingu tímans. Eins víst er að þeir sem ekki víkja að honum góðu, verði að drekka úr hóffarinu.
Það er umhugsunarvert að nú skuli óðum líða að fjörutíu ára ártíð Hrafns 802 frá Holtsmúla, svo nálægur sem hann virðist. Enn eru afkvæmi hans að ylja okkur með tilþrifum sínum og glæstri framgöngu, og raunar afkomendurnir lið fram af lið. Og þótt fljótið streymi lygnt til sjávar og duni lítt á eyrum, má gera ráð fyrir að hvar sem bryddir á ljósfexta öldufalda, þar ymji sú þunga undiralda sem Hrafnsblóðið er löngu orðið íslenskri hrossarækt.
Það er fjarri lagi að segja að vegur Hrafns hafi verið þyrnum stráður, svo vel gekk honum í gegnum dómkerfið. Hver sigurinn rak annan, allt til efsta þreps. Þeir sem muna tímana tvenna vita þó að hann fékk sinn skerf skekinn og mældan af öfund og andróðri.

Sat sem fastast

Þorkell Bjarnason fyrrverandi hrossaræktarráðunautur er hrifnæmur maður og á gott með að orða tilfinningu sína fyrir því sem vel er gert. Hann situr þó sem fastast þegar allur lýður stendur upp til að fagna í taumleysi, hrópa, kalla og blístra. Það var fjarri eðli Þorkels að taka þátt í æsingu múgsins, þegar vinsæll og ofdekraður stóðhestur var annars vegar. Enginn skyldi borinn í gullstól til æðstu metorða.
Ef honum finnst hins vegar á þann hallað sem á gott skilið, er hann fljótur að grípa til varna, og sést þá lítt fyrir í einbeittum stuðningi.
Hvort sem er upp á teningnum, lætur Þorkell þá stundum falla orð sem gera allt ótryggt, loft, jörð og vatn. Sáir hann þannig fræjum í staðráðna hugi, að upp kunna að spretta efasemdir um hvort tveggja, hamslausa dýrkun og hældræpa höfnun.

Vandratað einstigi
Hér verður ekki lagt mat á það hversu heppilegar þessar eðliseigindir eru fyrir hrossaræktarráðunaut á Íslandi „í dag”. En spyrja má: Liggur ekki farsælasta leið kynbótanna um seinfært og vandratað einstigi, einhvers staðar á bilinu milli þessara öfga? Þótt stundum hafi sviðið undan orðum Þorkels hefur tíminn oftast jafnað það, sólin komið upp að nýju og varpað ljósi á margt af því sem áður bjó í þokunni. Og vissulega hefur Hrafn frá Holtsmúla verið mældur og veginn á þeirri stiku sem hér hefur verið lýst – eins og allir stóðhestar á Íslandi í 35 ár. Það kann að vera að einhverjum snjöllum manni hafi í seinni tíð tekist að kreista uppúr gamla ráðunautnum einhverja játningu um það að Hrafn frá Holtsmúla sé fremstur meðal jafningja, en slík ummæli liggja honum þó ekki laus á tungu.

Óvilhallur dómari

Tíminn er óvilhallur dómari, og sá eini sem hægt er að vera viss um að skjöplast ekki – en líka sá eini sem þarf enga áhættu að taka. Ýmist færir hann heim sanninn um að veðjað hafi verið á réttan hest, eða gerir að engu vonir manna og væntingar.
Vel á minnst – að veðja á réttan hest. Starfssaga Þorkels á Laugarvatni er nú í smíðum, og heldur greinarhöfundur á smíðatólunum. Það var hluti af starfi Þorkels um áratugaskeið að ferðast um sveitir og kjósa unghestum örlög. Holtsmúla – Hrafninn var einn þeirra sem náðina hlaut. Hér verða birtar nokkrar stiklur úr bókinni, til að draga fram í dagsljósið þá sókn og sigra sem í kjölfarið fylgdu, og ef til vill að skýra það hvers vegna þeir varpa ljóma hvor á annars nafn, Þorkell á Laugarvatni og Hrafn frá Holtsmúla. Þessar tilvitnanir kunna líka að útskýra samhengið í íslenskri hrossarækt, ef vel er að gáð, hvort sem menn velja að líta á þátt hvors um sig eða það haldreipi sem fléttast hefur úr þeim þáttum.

Fyrstu kynni
Við grípum fyrst niður í frásögn Þorkels þegar hann var á ferð um Norðurland vorið 1970 en þá var Hrafn 2 vetra.
„Ég verð að segja svolítið frá því þegar ég sá Hrafn fyrst og hvernig hann verkaði á mig, ekki síst vegna þeirra álitamála sem uppi hafa verið um faðerni hans allt frá því að hann var ungfoli heima í Holtsmúla. Ég var á ferð um Skagafjörð og kom til Dúdda á Skörðugili. Í þá tíð voru peningshúsin dreifð um öll tún eins og siður var, fjárhús, hesthús, lambhús og hrútakofar. Þar var á einum stað geymdur Blakkur 657 frá Sauðadalsá, sem Dúddi átti um þessar mundir. Hann var undan blesóttum hesti frá Hólum sem var undan Nökkva og Flugu frá Hrafnkelsstöðum, Blakksdóttur 129 frá Árnanesi. Þetta var vegghlaðinn moldarkofi með tyrfðu þaki, og pláss fyrir fjóra hesta í mesta lagi. Timburhurðin féll að stöfum, vandlega tittuð aftur. Strax og við fórum að eiga við hurðina þá heyrðum við frýs í hestinum, hann hefur sjálfsagt fundið að Dúddi var ekki einn. Við fórum inn. Ljóri var í gafli og sæmilega bjart inni. Við skoðuðum hestinn, hann var viðsjáll og var um sig og það snörlaði einkennilega í honum. Fallegur var hann, reistur og myndarlegur. Þetta náði ekki lengra, ég kvaddi Dúdda og næst lá leiðin að Holtsmúla. Þar fer Sigurður með mig inn í ágætt hesthús sem var þarna á hlaðinu, nýtísku básahús. Þar stendur Hrafn, tveggja vetra gamall – nákvæmlega eins og klárinn sem ég var nýbúinn að skoða hjá Dúdda! Snörlaði meira að segja alveg eins í honum og var tortrygginn við mig, ókunnan manninn. Ég var mjög hrifinn af folanum, hann var stór og lofthár, spengilegur og bara gullfallegur. Ég var ekki í neinum vafa þá að þetta væru feðgar, ég segi það eins og er. Ég held að ég hafi ekki heyrt á það minnst fyrirfram að svo gæti verið, og það kom skýrt fram hjá Sigurði að þessar vangaveltur ættu ekki við rök að styðjast. Folinn væri undan Snæfaxa frá Páfastöðum, um annað væri ekki að ræða.“ (Úr umfjöllun um Hrafn frá Holtsmúla)

Gæðingsefni
Næst víkur sögunni að kynbótasýningu á Vindheimamelum 1972 en þar var Hrafn sýndur í fyrsta sinn 4 vetra.
„En víkjum nú aftur að Hrafni og frammistöðu hans á þessu móti. Friðrik í Glæsibæ tamdi hann og ég sá hann að sjálfsögðu í forskoðun, strax orðinn efnilegan með fallegan fótaburð. Þarna á mótinu hreppti hann svo fyrsta sætið, eins og alltaf síðan. Hrafn var stór og glæsilegur, en afturbygging full knöpp. Hann var fjölhæfur og rúmur, viljagóður og lyfti vel fótum. Gæðingsefni.“ (Úr umfjöllun um FM 1972)

Minnti á Skugga
Tveimur árum síðar, á landsmótinu Vindheimamelum 1974, var Hrafn sýndur í 6 vetra flokki stóðhesta og eldri þar sem hann stóð efstur, kommu hærri en Ófeigur frá Hvanneyri. Í umfjöllun um þátt stóðhestanna á þessu tiltekna móti segir Þorkell um Hrafn.
„Hrafn 802 frá Holtsmúla (8,40 – 8,72: 8,56) var nú kominn í elsta flokk, og kom nú fyrst fram sem fullmótaður reiðhestur. Ég var alltaf mjög hrifinn af þessum hesti, alveg frá því ég sá hann fyrst sem fola, og batt miklar vonir við hann. Engan fola hafði ég séð sem líklegri var til að valda straumhvörfum í ræktun íslenska hestsins. Hann brást ekki núna, fremur en hann gerði nokkurn tíma. Mér dettur samt ekki í hug að bera á Hrafn aðeins einhliða lof, fremur en aðra hesta. Það mátti segja um Hrafn að hann væri ekki neinn hörkunagli, hann var með ljúfan og ágætan vilja, en ekki svo snarpur ennþá að það sópaði stórkostlega að honum. Afturbyggingin var fullgrönn, ég setti alltaf út á það að hann var ekki virkjamikill eða nógu öflugur að aftan. Þetta minnti óneitanlega á gömlu hornfirsku hestana, einkum Skugga gamla, enda var hann óumdeilanlega útaf honum. Fjölhæfur var hann hins vegar í besta lagi, ganggóður og ganghreinn, strax auðveldur með gangskipti. Hrafn var fríður og glæsilegur, rúmur og viljagóður gæðingur sem skipaði hér toppsætið, þótt vissulega þyrfti hann að hafa fyrir því.“
Gefum nú Þorkeli orðið:

Bitamunur en ekki fjár
Og Þorkell víkur sögunni að uppgjöri tveggja stórskipa sem fram komu á landsmótinu 1974 og skipuðu ræktendum lengi vel í tvær fylkingar.
„Í öðru sæti var nefnilega annar brúnstjörnóttur gæðingur, Ófeigur 818 frá Hvanneyri (8,30 – 8,80: 8,55). Það var óneitanlega gaman að sjá hvernig þessar andstæður, foreldrar Ófeigs, komu út í honum, heppnuðust fullkomlega má segja. Hrafn frá Árnanesi, þessi grófgerði klárhestur, viljugur og kraftmikill gaur, og Skeifa frá Kirkjubæ, fínbyggð, gangflink og flugvökur gæðingshryssa. Ófeigur sameinaði þetta einstaklega vel, og miklu betur en þorandi var að vona. Ófeigur stóð Hrafni fyllilega á sporði, fallegur, fjölhæfur og flugvakur gæðingur. Hann fékk hærri einkunn fyrir hæfileika, og að samanlögðu munaði aðeins einni kommu á þeim. Þetta er náttúrulega aðeins bitamunur en ekki fjár. Hrafn var glæsilegri, en það sópaði meira að Ófeigi sem reiðhesti, hann var snarpari.“

Svagur fyrir
„Þetta voru topphestar, Hrafn og Ófeigur, og þeir fengu hæstu einkunnir sem enn höfðu verið gefnar. Og einkunnir þeirra áttu eftir að standa lengi sem viðmiðun og takmark allra stóðhesteigenda. Eftir á að hyggja reyndist rétt á það hitt að Hrafn stæði ofar, það hefur sagan sannað með óyggjandi hætti, eins og síðar verður betur rakið. Og auðvitað hafði það ekkert með þessa kommu að gera sem skildi þá að í dómnum á þessu tiltekna móti, eins og gefið hefur verið í skyn. Sagan er einfaldlega búin að flokka Hrafn sem mesta kynbótahest allra tíma, það sér hver maður sem lítur yfir sviðið. Ég fór snemma að þekkja úr Hrafnsafkvæmi, þar sem ég kom, þau voru svo glæsileg og framfalleg, þroskavænleg og áberandi. Auðvitað er það rétt að Hrafn fékk meiri útbreiðslu. Ófeigur var notaður mest á takmörkuðu svæði á Vesturlandi. Ég sá kostina í báðum hestunum og hélt mikið upp á þá báða. Ég get hins vegar ekki neitað því að ég varð strax svo svagur fyrir Hrafni sem afburðahesti að ég var ennþá áhugasamari um framgang hans og útbreiðslu, þótt ég hafi að sjálfsögðu ekki ráðið neinum úrslitum um þau mál sérstaklega – nema þá með óbeinum hætti.“ (Úr umfjöllun um LM 1974)frammistöðu hans á þessu móti. Friðrik í Glæsibæ tamdi hann og ég sá hann að sjálfsögðu í forskoðun, strax orðinn efnilegan með fallegan fótaburð. Þarna á mótinu hreppti hann svo fyrsta sætið, eins og alltaf síðan. Hrafn var stór og glæsilegur, en afturbygging full knöpp. Hann var fjölhæfur og rúmur, viljagóður og lyfti vel fótum. Gæðingsefni.” (Frá 1972)

Hélt vöku sinni
Á landsmótinu á Vindheimamelum 1982 hlaut Hrafn heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Þorkell rifjar upp þennan atburð og segir í framhaldi skoðun sína á Hrafni í sögulegu ljósi.
„Hrafn 802 frá Holtsmúla (8,40 – 8,72: 8,56) var nú kominn í elsta flokk, og kom nú fyrst fram sem fullmótaður reiðhestur. Ég var alltaf mjög hrifinn af þessum hesti, alveg frá því ég sá hann fyrst sem fola, og batt miklar vonir við hann. Engan fola hafði ég séð sem líklegri var til að valda straumhvörfum í ræktun íslenska hestsins. Hann brást ekki núna, fremur en hann gerði nokkurn tíma. Mér dettur samt ekki í hug að bera á Hrafn aðeins einhliða lof, fremur en aðra hesta. Það mátti segja um Hrafn að hann væri ekki neinn hörkunagli, hann var með ljúfan og ágætan vilja, en ekki svo snarpur ennþá að það sópaði stórkostlega að honum. Afturbyggingin var fullgrönn, ég setti alltaf út á það að hann var ekki virkjamikill eða nógu öflugur að aftan. Þetta minnti óneitanlega á gömlu hornfirsku hestana, einkum Skugga gamla, enda var hann óumdeilanlega útaf honum. Fjölhæfur var hann hins vegar í besta lagi, ganggóður og ganghreinn, strax auðveldur með gangskipti. Hrafn var fríður og glæsilegur, rúmur og viljagóður gæðingur sem skipaði hér toppsætið, þótt vissulega þyrfti hann að hafa fyrir því.

Í öðru sæti var nefnilega annar brúnstjörnóttur gæðingur, Ófeigur 818 frá Hvanneyri (8,30 – 8,80: 8,55). Það var óneitanlega gaman að sjá hvernig þessar andstæður, foreldrar Ófeigs, komu út í honum, heppnuðust fullkomlega má segja. Hrafn frá Árnanesi, þessi grófgerði klárhestur, viljugur og kraftmikill gaur, og Skeifa frá Kirkjubæ, fínbyggð, gangflink og flugvökur gæðingshryssa. Ófeigur sameinaði þetta einstaklega vel, og miklu betur en þorandi var að vona. Ófeigur stóð Hrafni fyllilega á sporði, fallegur, fjölhæfur og flugvakur gæðingur. Hann fékk hærri einkunn fyrir hæfileika, og að samanlögðu munaði aðeins einni kommu á þeim. Þetta er náttúrulega aðeins bitamunur en ekki fjár. Hrafn var glæsilegri, en það sópaði meira að Ófeigi sem reiðhesti, hann var snarpari.

Þetta voru topphestar, Hrafn og Ófeigur, og þeir fengu hæstu einkunnir sem enn höfðu verið gefnar. Og einkunnir þeirra áttu eftir að standa lengi sem viðmiðun og takmark allra stóðhesteigenda. Eftir á að hyggja reyndist rétt á það hitt að Hrafn stæði ofar, það hefur sagan sannað með óyggjandi hætti, eins og síðar verður betur rakið. Og auðvitað hafði það ekkert með þessa kommu að gera sem skildi þá að í dómnum á þessu tiltekna móti, eins og gefið hefur verið í skyn. Sagan er einfaldlega búin að flokka Hrafn sem mesta kynbótahest allra tíma, það sér hver maður sem lítur yfir sviðið. Ég fór snemma að þekkja úr Hrafnsafkvæmi, þar sem ég kom, þau voru svo glæsileg og framfalleg, þroskavænleg og áberandi. Auðvitað er það rétt að Hrafn fékk meiri útbreiðslu. Ófeigur var notaður mest á takmörkuðu svæði á Vesturlandi. Ég sá kostina í báðum hestunum og hélt mikið upp á þá báða. Ég get hins vegar ekki neitað því að ég varð strax svo svagur fyrir Hrafni sem afburðahesti að ég var ennþá áhugasamari um framgang hans og útbreiðslu, þótt ég hafi að sjálfsögðu ekki ráðið neinum úrslitum um þau mál sérstaklega – nema þá með óbeinum hætti. ” (Frá 1974)

„Hrafn 802 frá Holtsmúla hlaut efsta sæti. Hann var búinn að fara víða um land og hafði eins og Sörli fengið næg tækifæri til að sanna ágæti sitt. Merkin voru enda hrein og ákveðin og sópaði að reisulegum afkvæmum hans.
Það hafði orðið mér umhugsunarefni hvernig átti að nálgast þetta verkefni, sem mér var falið, að dæma hross og setja sér langtímamarkmið um að ná árangri í því sem betur mátti fara í íslenska hestakyninu. Fyrst verður fyrir að bæta og snyrta hálsinn. Þessi djúpi og sveri háls er svo samgróinn þessu hestakyni, að öll óskhyggja hlaut að beinast að því að létta hann og fegra. Næst hugsaði ég um höfuðið, að það væri ekki of gróft, þá bakið, að það væri ekki of stíft. Svo komu kröfurnar til fótanna. Og þótt ég væri ánægður með Hrafnsbörnin hvað þau voru háreist, herðagóð og hálslöng, og þekkti þau úr fyrir glæsilegt yfirbragð, rólyndislegt og stillt, þá verður því engan veginn neitað að oft var hálsinn of sver. Afturbyggingin var hins vegar í rýrara lagi. Fótagerðin var um meðallag, lítið fram yfir það. Hófarnir voru fremur sterkir, en ekkert úrval þó miðað við það sem fram kom síðar í afkvæmum Oturs og Orra til dæmis. Kostirnir voru nokkuð eindregnir og ganglagið gott. Lullarar sáust ekki undan Hrafni, afkvæmi hans notuðu brokkið mest og töltu svo þegar um var beðið. Mörg voru skínandi vökur. Eftir því sem ég kynntist áhrifum Hrafns meir varð ég vissari í minni sök að mæla með honum. Alltaf hélt ég þó vöku minni að gera hann ekki að neinum dýrlingi sem ekkert mátti að finna.“

Enginn sem skákar honum enn
„ Um Hrafn hefur þegar verið margt sagt í þessum skrifum, en tæplega verður hægt að finna að því þótt umfjöllunin um hann verði nokkuð plássfrek. Enginn hestur hefur komið fram ennþá sem með óyggjandi hætti skákar Hrafni, svo jákvæð og byltingarkennd áhrif hafði hann á þróun mála í hrossaræktinni. Þetta get ég sagt fullum fetum, vegna þeirrar fjarlægðar sem komin er á hann núna. Því er auðvitað ekki til að dreifa um þá hesta sem nú eru á dögum og hafa látið mest að sér kveða. Það er einfaldlega ekki komin nóg söguleg fjarlægð á þá, og var það auðvitað alls ekki þegar fyrst var farið að gefa stórkarlalegar yfirlýsingar um gagn þeirra og gæði. Orri frá Þúfu virðist þó slá öllum hestum við hvað kynfestu varðar, þar með talið Hrafni. Sagan mun svo kveða upp sinn dóm og gera upp á milli þeirra að öðru leyti.“

Heiðursverðlaun og umsögn
Nú munu lesendur vera orðnir langeygir eftir umsögn dómnefndar um þann kynbótahest síðari tíma, sem lengst hefur dregið vagninn í þá átt sem ég vildi stefna – Hrafn frá Holtsmúla.
„Afkvæmi Hrafns 802 eru mikil hross á velli, stærðin 143 sm, meðaltal tólf sýndra afkvæma, sem dómur þessi byggist á. Þau eru hálslöng og reist, en hálsinn er djúpur. Herðar eru háar, bak all stíft, lendin stutt, lærvöðvar grunnir og afturfótastaða fremur þröng. Fætur eru þurrir og réttir, kjúkur í lengra lagi, hófarnir sterkir. Reiðhestskostir eru ótvíræðir, viljinn ákveðinn og mikill, en lundin heldur þung, en traust og hrekklaus. Allur gangur er fyrir hendi, vel rúmur og hreinn með góðum fótaburði. Heillandi og glæsileg framganga með reisn og lyftingu einkenna afkvæmi Hrafns fram yfir flest annað sem hér þekkist. Hrafn 802 er gæðingafaðir og hlýtur 1. heiðursverðlaun, meðaleinkunn 8,19 stig (12 afkvæmi).” (Frá 1982)

Viss í sinni sök
Og Þorkell varð vissari í sinni sök með Hrafn þegar hann sá hvaða áhrif hann hafði eftir því sem ættliðunum fjölgar. Á landsmótinu á Vindheimamelum 1990 voru þrír synir hans sýndir með afkvæmum og einnig dóttursonurinn Hervar frá Sauðárkróki, sem hlaut Sleipnisbikarinn fyrir afkvæmi.

„Ég var á þessum árum að verða þess fullviss að í gegnum Hrafn væri að sækja megin framfaraþróttinn í íslenska hrossastofninum, það er að segja í þá átt sem ég vildi stefna. Og ég varð ekki var við annað en að meginþorri hrossaræktenda vildi þangað með mér. Vissulega stóð þetta með Hervari. Hann var nú kominn hér með föngulegum afkvæmahópi, og voru þar í fjölmargir stóðhestar.“ (Úr umfjöllun um LM.” (Frá 1990)

Hinn flugvakri klárhestur
„Sterkasti samnefnari allra hrossa í efstu sætum kynbótasýningarinnar á LM 1994 á Hellu var fljúgandi alhliða gangur og vilji og þróttur að fylgja eftir svo um munaði. Að þessu leyti höfðu draumar mínir ræst og ekki að sjá að skeikaði svo mjög frá markaðri stefnu og framtíðarsýn frá upphafi, að setja alhliða ganghestinn í öndvegi. Uppfylling annarra drauma minna um léttari hálsbyggingu, fríðara höfuð, fallegri yfirsvip og betri fótabyggingu brá fyrir í mörgum hrossanna, en of fá státuðu af öllu þessu. Ef til vill var þess þó orðið skammt að bíða að í röðum stóðhesta kæmi fram á sjónarsviðið hinn „flugvakri klárhestur“ sem ég hafði oft haft á orði að væri minn óskahestur, og var vissulega þegar uppteiknaður í hugskoti mínu – hæfilega stór, léttbyggður og fótatraustur. Yrði það höfuðdjásn ef til vill afsprengi þeirra hrossa sem hér gengu vasklegast fram? Hvenær rynni upp óskastundin, er færði mér þá feginssögu?“ (Úr umfjöllun um LM?” (Frá 1994)

Þessi síðasta tilvitnun er ekki sprottin af umfjöllun um Hrafn sérstaklega, en óneitanlega er freistandi að setja hana hér: Hún höfðar svo óumdeilanlega til framtíðarsýnar og draums Þorkels Bjarnasonar um óskahestgerð – draums sem Hrafn frá Holtsmúla átti drýgstan þátt í að yrði að veruleika.

Um vorjafndægur 2006

Bjarni Þorkelsson.

%d bloggers like this: