Komum í dag, við Magga, í hesthúsið hjá Danna og Guðbjörgu austur á Hellu. Sáum höfðingjann Þórodd vel til hafðan og fallega fóðraðan. Það er búið að ríða honum talsvert, og ekki er annað að finna en að fóturinn sé í góðu lagi. Danni er bjartsýnn á að hann komist brátt í sitt gamla góða form.Það eru allnokkur afkvæmi Þórodds í þjálfun eða tamningu hjá Danna, og heyrist mér þeir félagar, Danni og Guðmundur járningameistari, spá vel fyrir þeim. Danni er þegar farinn að hyggja að sýningu á fáeinum afkvæmum í Rangárhöllinni síðla í vetur. Stefni að næstu heimsókn einhvern góðviðrisdag í febrúar, og fæ þá kannski að sjá einhver tilþrif. Danni tók svo fram á gang bráðfallegan Þytsson sem þau eiga með Hilmari Sæmundssyni, Grím að nafni. Það er freistandi að halda undir hann í vor. Komum svo við í hesthúsinu hjá Sigurði Karlssyni og sonum hans og sáum m.a. þrjú afkvæmi Þyrnis og Þórodds, taminn hest undan Þyrni, gófextan, nösóttan. Hann er í góðu áliti, heyrðist mér. Hitt eru folöld, brún að lit, og ég er illa svikinn ef þau bregðast!
Nýlegar færslur
Efnisorð
250m Skeið
Bjarni
Bjarni Bjarnason
Bjarni Þorkelsson
Blikka frá Þóroddsstöðum
Dalvar frá Horni
Dómar
Eiðfaxi
Fjöður frá Þóroddsstöðum
Formannskjör
Glúmur frá Þóroddsstöðum
Heimsmethafi
Hera frá Þóroddsstöðum
Hestamaður
Hestamenn
Hnokki frá Þóroddsstöðum
Hrossarækt
Hólar í Hjaltadal
Korka frá Steinnesi
Kynbótahross
Landsmót 2016
Landsmót Hestamanna
Landssamband Hestamannafélaga
Landssýning
LH
Meistaradeild
Skeið
Skoðun
Trausti frá Þóroddsstöðum
Árni Björn Pálsson
Æviskeið
Íslandsmethafi
Þorkell Bjarnason
Þóroddsstaðir
Þóroddstaðir