bhÍ fréttum er þetta helst……………..

Ég sé það á Fjasbók að ýmsir hrossabændur eru að tína til sitthvað um unnin afrek hrossa sinna. Um leið og ég kynni nýtt útlit heimasíðunnar thoroddsstadir.is  fer ég að dæmi þessara ágætu bænda og set hér  það markverðasta sem á dagana hefur drifið í sumar.

Fyrst er að nefna Íslands- og heimsmet í 250 m skeiði: 21,41 sek.  Það setti Hera frá Þóroddsstöðum á LM 2016 á Hólum í Hjaltadal (sjá myndband hér að neðan). Hera fór nokkra ,,tilraunaspretti“ í 150 m skeiði síðsumars, best á 13,92 sek. 100 m skeiðið fór Hera á 7,52.

Glúmur fór 250 m skeiðið á 22,44 sek. en 150 metrana á 14,49 sek, 100 m flugskeið á 7,97 sek.

Fleiri skeiðhross frá Þóroddsstöðum (Blikka og Randver) minntu rækilega á sig og gáfu fyrirheit um það sem koma skal.

Hnokki frá Þóroddstöðum var oft í fremstu röð í fimmgangskeppni og hlaut mest 7,07 í einkunn.

Knapi á þessum hrossum var Bjarni Bjarnason.

Í kynbótasýningunni á LM 2016 voru þessi unghross á verðlaunasæti (2. – 3.):

Í 5 v. flokki stóðhesta hlaut Trausti frá Þóroddsstöðum  8,64 (b. 8,30, h. 8,86) í aðaleinkunn. Hann hlaut 9,5 fyrir tölt og 9 fyrir skeið, 9 fyrir vilja og geðslag, 9 fyrir fegurð í reið.

Í 4. v. flokki hryssna hlaut Fjöður frá Þóroddsstöðum 8,35 (b. 8,04, h. 8,56) í aðaleinkunn. Hún hlaut 9 fyrir tölt og 9 fyrir skeið (þessi einkunnatvenna er sögulegt afrek og ætlað einsdæmi hjá 4ra vetra hrossi) og 9 fyrir vilja og geðslag.

 

 

%d bloggers like this: