Skeiðfélagið hélt 4ðu Skeiðleikana í sumar. Að venju fórum við Þóroddsstaðafólk með fulla kerru, og ekki bara til að vera með.
Nú gerði Blikka það best, varð fyrst í 150 m skeiði á sínum besta tíma 14,83. Hún er alltaf að sækja sig, og ef startið og niðurtakan heppnast (með réttu stökki), er ekki að spyrja að því.
Hera varð önnur í tveimur greinum. Hún fór 250 m skeiðið á 22,4, en 100 m skeiðið á 7,62 ( knapi Hans Þór Hilmarsson). Annars hleypti Bjarni að venju, líka Glúmi sem fór 250 metrana á 23,5, og Dís, sem sýndi allgóða takta, en er kannski ekki fullhraust þessa daga.