Það má heita fáheyrt hvað menn láta sér um munn fara, þegar hrossarækt og hestamennska er annars vegar. Tilhæfulaust bull virðist eiga greiða leið að hjörtum hestamanna.
Að gefnu tilefni finnst mér nú ástæða til þess – hér á heimasíðu Þóroddsstaða – að gera nokkra grein fyrir árangri og afrekum Þóroddsstaðahrossa árið 2014.
Árið 2014 var eitt þeirra ára sem merkustu afrek Þóroddsstaðahrossa unnust eða höfðu nýlega unnist:
a) heiðursverðlaun stóðhests tryggilega komin í hús, 120 stig, 98% öryggi, 95 dæmd afkvæmi, > 60% með 1. verðlaun (Þóroddur)
b) staðfesting WF á heiðursverðlaunum tveggja stóðhesta þriðja árið í röð (Þóroddur og Númi) Amk. tveir heiðursverðlaunastóðhestar í viðbót eru undan Laugarvatns/Þóroddsstaðahrossum (Gári og Nökkvi). Efsti heiðursverðlaunahesturinn er líka afkomandi Laugarvatnshrossa, þótt nokkru lengra sé að rekja það (Garri – Angi er langafi hans)
c) afburðagengi Þóroddsafkvæma í gæðingakeppni LM (Þrumufleygur og Hrynur)
d) framganga óvenjulegs alhliða ganghests, sem trúlega er aðeins upphaf að miklu ævintýri (Hnokki)
e) fjögur 1. verðlaunahross sýnd (Fáfnir, Hrefna, Tinna, Stella)
f) hæsti byggingardómur ársins, 8,74 (Fáfnir)
g) Þóroddsdóttir er ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði (Þórdís)
h) Landsmótssigur í 100 m flugskeiði (Vera – 7,36)
i) tvöföld Íslandsmeistaratign, í 250 m og 100 m skeiði (Hera og Bjarni Bjarnason)
j) Landsmótssigur, Íslands- og heimsmet í 250 m skeiði tvíbætt – 21,76 og 21,75 (Hera og Bjarni Bjarnason)
Við þetta mætti bæta ótal smásigrum sem unnist hafa á heimavelli í uppsveitum Árnesþings og víðar. Þeir smásigrar kunna að vera áfangi að landsafrekum á borð við þau sem hér hafa verið talin – en hér verður látið staðar numið að sinni.