Drógum undan Nökkva í dag og slepptum honum í bili.
Nökkvi er 3ja vetra stóðhestur undan Keili frá Miðsitju og Blökk minni, Þyrnisdóttur og Jöru. Hann er mesti myndarpáfi, hálsgrannur og hálslangur, bolléttur og háfættur, dökkjarpur, stór og stæðilegur. Nökkvi er búinn að vera í tamningu núna sl. mánuð, og er orðinn vel reiðfær hjá Bjarna Bj.
Lundarfarið er einstaklega gott – og ganglagið líka. Hann tekur allan gang fyrirhafnarlaust, hreingengur og fús áfram. Svo er að sjá hvort hann dugar eitthvað sem graðhestur, það ræðst sjálfsagt mest af því hvað hann kemur til með að lyfta löppunum!