Hera sýndi það og sannaði að árangur hennar í Hafnarfirði um daginn var ekkert glópalán.
Á kappreiðum Landsmótsins varð hún önnur í 100 m skeiði á tímanum 7,52 sek.(kn. Bjarni Bjarnason), en sigurvegarinn varð Hörður frá Reykjavík á 7,50 – rétt eins og í Hafnarfirði um daginn. Nú er munurinn hins vegar orðinn mun minni, og spennandi að sjá hvað gerist á Íslandsmótinu nú um helgina. Vera varð í sjöunda sæti í 100 m skeiðinu á 7,79 sek.(kn. Camilla Petra Sigurðardóttir). Vera varð svo sjötta í 150 m skeiði, tíminn 15,3 sek. (knapi Bj. Bj.). Hrund var óþjál, náði þó öðrum spretti gildum (16,0 sek., kn. Bj. Bj.)