Seinni umferð 100 m skeiðsins var í kvöld, og enn bætti Hera sig hjá Bjarna.
Hún fór nú á 7,65 í fyrri spretti og 7,67 í þeim seinni. Það eru nú annar og þriðji besti tími vorsins, aðeins Hörður frá Reykjavík, rammefldur fullorðinn klár hjá Daníel Inga Smárasyni fór á betri tíma í kvöld – 7,51.
Nú ætti að liggja fyrir afrekaskrá vorsins og ljóst ætti að vera hvaða hross hafa öðlast kepnisrétt á LM 2011. Eins og fram hefur komið er Vera með langbesta tímann í 150 m skeiði, 14,35. Hrund á 15,33 í sömu vegalengd. Vonandi standa þær sig allar vel á landsmótinu, þessar þrjár skeiðdrottningar!