Hera gerði það gott hjá Bjarna í kvöld og hlaut besta tímann í fyrri umferð í 100 m skeiði á Gullmóti Sörla., 8,14 sekúndur í mótvindi. Þetta er frumraun hennar í þessari skeiðgrein, og hefur raunar aðeins farið einu sinni áður á kappreiðar, þá í 150 metrana. Hera er dóttir Gunnar og Kjarvals, aðeins sex vetra gömul.
Það gekk ekki eins vel hjá Þorkeli og Camillu í kvöld. Í fyrri spretti var hleypt utan í þau um niðurtökuna, og fipuðust hryssur þeirra við sem von var. Í seinni spretti fór Hrund á kýrstökki út úr básnum, og ekkert varð við ráðið. Vera stökk líka og hlýddi ekki bendingum um niðurtöku.
Seinni umferð kappreiðanna verður á föstudag og laugardag, og þá ræðst hvort Þóroddsstaðahryssurnar þrjár komast í skeiðkeppni LM 2011. Staðan er í meira lagi vænleg sem stendur,
Meira um það á laugardaginn!