Loksins gerði smá snjóföl, að segja má langþráð, því það mýkti mikið reiðgötuna. Riðum sumsé út í draumafæri í dag, feðgar. Allt gott af því að frétta.
Hamsdóttirin hans Hreins, Röst frá Laugarvatni, er nú að byrja að sýna sig aftur sem það gæðingsefni sem við sáum í henni framan af í fyrra. Þá dofnaði yfir henni um skeið. Í stað þess að halda endalaust áfram að nudda á henni, sleppti Bjarni henni bara í vor, og tók svo til við hana aftur núna eftir áramótin. Það virðist hafa verið laukrétt ákvörðun – vonandi get ég haldið áfram að segja góðar fréttir af þessari gráu unghryssu, dóttur Hams og Kviku.