Svo ég haldi áfram að vitna í gamla Laugdælinga, núna í tilefni af bitrum kulda sem bítur í kinnar á útreiðunum.
Pálmi á Hjálmsstöðum útbjó fyrripart á spilakvöldi Kvenfélagsins. Að vanda skyldi verðlauna besta botninn. Þorkell á Laugarvatni var meðal þeirra sem botnaði, og öll er vísan svona:
Kólgurót um kinnar fer
klakaböndum vefur
unga snót sem enginn ver
elt á röndum hefur.
Bjarni fór í dag skeifnasprettinn á Eldingu minni. Ekkert benti til annars að þar færi hross sem líklegt er til góðra hluta, þrátt fyrir fyrri afrek!