Söluhross

Elding frá Þóroddsstöðum IS 2005288815

F. Þóroddur frá Þóroddsstöðum
M. Blika frá Laugarvatni

Elding  gæti hentað vel sem keppnis- og kynbótahryssa. Hún er gæðingur, auðveld og ganghrein, flugvökur. Elding er rauðblesótt, undan Þóroddi og Bliku Gáskadóttur frá Hofsstöðum.

Elding sigraði í A-flokki hjá Hestamannafélaginu Trausta 2011(8,40), en í  B-flokki (8,23) hjá sama félagi 2012. Hún tók þátt í A-flokkskeppni LM 2012 í Reykjavík og fékk prýðilega einkunn, 8,26. Þá var hún í gæðingaúrvalinu sem fylgdi föður sínum, Þóroddi, í afkvæmasýningunni á Landsmótinu.

Elding is a gæðingur, easy and „clean-gaited“, the gaits are well separated. The pace is fast and especially safe and certain. Elding is a daughter of Þóroddur frá Þóroddsstöðum –  8,74 in total score five years old (Landsmót 2004) and has also been awarded for offspring (1. prize at Landsmót 2011 and honour prize for offspring at LM 2012 ) – and Blika frá Laugarvatni, a first prize mare and daughter of the honour prized Gáski frá Hofsstöðum. The colour is chestnut with a blaze.

 

 

Dís frá Þóroddsstöðum IS2005288804

F. Þyrnir frá Þóroddsstöðum

M. Klukka frá Þóroddsstöðum

Dís er stór og falleg hryssa, sérlega prúð á fax og tagl. Hún er viljug alhliða hryssa með miklu rými á brokki og skeiði. Hún fékk 7,90 í kynbótadómi. Dís er undan Þyrni og Klukku Þorradóttur frá Þúfu. Undan Klukku er einnig hin flugvakra Vera frá Þóroddsstöðum, Íslandsmeistari í 150 m skeiði 2011 (besti tími 14,14 á Andvaravöllum 2011). Dís hefur nú þegar náð athyglisverðum árangri í 100 m skeiði, 8,07 sek. 150 m sprettfærið hefur hún farið á 16,17, en 250 m á um 25 sek.

Dís is a big and well-shaped mare and has great mane and tale. She is fivegaited with  good temperament, very fast in pace and trot. She has got 7,90 in a breeding show. Dís is a daughter of Þyrnir frá Þóroddsstöðum – (8,60 in total score and awarded for offspring in Landsmót 2008) – and Klukka frá Þóroddsstöðum, a first prize mare and daughter of the honour prized Þorri frá Þúfu. Klukka is also the mother of  Vera frá Þóroddsstöðum, the Icelandic champion in 150 m pace 2011 (best result so far 14,14 sec.).

Best results for Dís in pace: 100m: 8,07 sec.     150 m: 16,17sec.     250 m: 25 sec.

The colour is chestnut.

Hér er um að ræða hryssur sem margir myndu kjósa að eiga í sínu stóði. Þær verða að teljast álitlegar ræktunarhryssur, og kemur hvorttveggja til, eigið ágæti og góð ætt.

Here we have mares that many breeders might choose to have in their herd. They may be counted as promising breeding mares, as it comes to their own quality and pedigree.