Þóroddsstaðir

Hrossaræktarbúið á Þóroddsstöðum er í eigu þeirra Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Hafliðadóttur. Hross þeirra eiga um hálfrar aldar ræktunarsögu, og ef betur er að gáð má rekja hana enn lengra, allt til hinna fyrstu skipulegu kynbóta á íslenska hrossakyninu á öndverðri 20. öld. Hrossin sem nú eru kennd við Þóroddsstaði, voru áður kennd við Laugarvatn, þar sem foreldrar Bjarna bjuggu, þau Þorkell heitinn Bjarnason og Ragnheiður Ester Guðmundsdóttir. Þessi fjölskyldustarfsemi hlaut árið 1996 nafnbótina Ræktunarmaður ársins.