Dómur á landsmóti á Hellu 2004
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.74 |
Þóroddur er hestagull og hefur sýnt það oft á velli hvort sem er á kynbótabrautinni eða gæðingakeppni. Hann stóð efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landsmóti árið 2004 með einkunnina 8,74 (9,04 fyrir hæfileika) sem er hæsta einkunn sem fimm vetra hestur hafði þá fengið. Meðal helstu kosta Þórodds má nefna frábæra mýkt á tölti með miklum fótaburði, framgripi og löngu afturfótaskrefi, brokkið gott og skeiðið afburða. Þóroddur tók þátt í A-flokki á Landsmótinu á Vindheimamelum 2006 – þá 7 vetra gamall – og endaði í öðru sæti með 9,04 í aðaleinkunn.
Á LM 2011 á Vindheimamelum hlaut Þóroddur 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Hann átti þá 48 dæmd afkvæmi, og vantaði aðeins 2 afkvæmi til að hljóta heiðursverðlaun, samkvæmt gildandi reglum.
Umsögn um afkvæmi Þórodds er svohljóðandi:
„Þóroddur gefur meðal stór hross með skarpt, þurrt höfuð en ekki beina neflínu. Eyrun eru fínleg og vel borin. Hálsinn er vel reistur og grannur, en frekar lágt settur á brjóstið. Bakið er breitt og vöðvað en stundum svagt, lendin löng og öflug. Afkvæmin eru langvaxin og fótahá. Fætur eru þurrir með öflugar sinar, yfirleitt réttir að aftan en útskeifir að framan. Hófar eru efnisþykkir og prúðleiki um meðallag. Flest afkvæmi Þórodds eru alhliðageng með rúmu, taktgóðu og mjúku tölti og skrefmiklu brokki. Skeiðgeta er afbragð og skeiðið ferðmikið og öruggt. Afkvæmin eru ásækin í vilja og fara prýðilega.
Þóroddur gefur hálsgrönn og fótahá, rúm alhliða ganghross, skeiðið best. Þóroddur hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.
Heiðursverðlaun hlaut Þóroddur á LM 2012. Hann átti þá 66 dæmd afkvæmi. Sýningin heppnaðist afar vel, enda valinn maður í hverju rúmi, eins og sagt myndi hafa verið um áhöfn vel skipaðs tólfærings á fyrri öldum. Slíkum bátum reru sex á borð, og segja má að svo hafi verið nú:
Umsögn um afkvæmi Þórodds var nú svohljóðandi:
Kynbótamat Meðaleink. Kynbótamat Meðaleink.
Hæð 0,0 Tölt 111 8,14
Höfuð 109 7,82 Hægt tölt 110 7,92
Háls, herðar 100 8,10 Brokk 107 7,80
Bak, lend 109 8,05 Skeið 122 7,42
Samræmi 110 8,12 Stökk 101 7,82
Fótagerð 109 8,03 Hægt stökk 7,30
Réttleiki 97 7,54 Vilji 116 8,38
Hófar 107 8,04 Fegurð í reið 111 8,08
Prúðleiki 106 7,70 Fet 104 7,65
Sköpulag 112 8,00 Hæfileikar 119 7,96
Afkvæmafrávik sköpulags -1 Afkvæmafrávik hæfileika 0
Aðaleinkunn 120 7,98 Afkvæmafrávik aðaleinkunnar 0
Dæmd afkvæmi 66 Öryggi 97%
Litaskipting afkvæma:
Rauð 34 51,5% Jörp 8 12,1% Jarpskjótt 1 1,5%
Brún 22 33,3% Rauðskjótt 1 1,5%
Þóroddur gefur meðal stór hross með skarpt og þurrt höfuð en alloft krummanef. Eyrun eru fínleg og vel borin. Hálsinn er reistur við háar herðar og vel klipinn í kverkina en frekar lágt settur á brjóstið. Bakið er breitt, stundum frekar svagt en lendin löng og öflug. Afkvæmin eru langvaxin, fótahá og sívöl. Liðir á fótum eru sverir, fætur þurrir og sinar öflugar, útskeifni er algeng að framan. Hófar eru efnisþykkir með hvelfdan botn og prúðleiki um meðallag. Flest afkvæmi Þórodds eru alhliðageng með rúmu taktgóðu tölti og skrefmiklu brokki og feti. Skeiðgeta er afbragð og skeiðið ferðmikið og öruggt. Hrossin eru ásækin í vilja og fara vel, sum með úrvals fótaburð.
Þóroddur gefur reist, langvaxin og fótahá, rúm alhliða ganghross, skeiðið best. Þóroddur hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Hæst dæmdu afkvæmi Þórodds eru :
Fæðingarnúmer | Nafn | Uppruni í þgf. | Sköpulag | Kostir | Aðaleinkunn |
IS2005187018 | Arnoddur | frá Auðsholtshjáleigu | 8.5 | 8.51 | 8.51 |
IS2005186754 | Hringur | frá Skarði | 8.41 | 8.53 | 8.48 |
IS2004165630 | Grunnur | frá Grund II | 8.26 | 8.6 | 8.47 |
IS2007137718 | Hrynur | frá Hrísdal | 8.23 | 8.6 | 8.45 |
IS2008287188 | Þórdís | frá Óseyri | 8.59 | 8.29 | 8.41 |
IS2005286935 | Hera | frá Árbæ | 8.34 | 8.43 | 8.4 |
IS2006125112 | Hvatur | frá Dallandi | 8.31 | 8.46 | 8.4 |
IS2009186228 | Prins | frá Hellu | 8.04 | 8.62 | 8.39 |
IS2010284419 | Brá | frá Káragerði | 8.39 | 8.37 | 8.38 |
IS2008281385 | Lifun | frá Ásbrú | 8.18 | 8.49 | 8.37 |
IS2005181385 | Hvessir | frá Ásbrú | 8.19 | 8.43 | 8.34 |
IS2006284987 | Gjöf | frá Vindási | 7.98 | 8.58 | 8.34 |
IS2008265228 | Aþena | frá Akureyri | 8.09 | 8.51 | 8.34 |
IS2004288805 | Von | frá Þóroddsstöðum | 7.96 | 8.58 | 8.33 |
IS2009186651 | Austri | frá Flagbjarnarholti | 8.04 | 8.49 | 8.31 |
IS2004235026 | Skynjun | frá Skipaskaga | 8.28 | 8.3 | 8.29 |
IS2009184174 | Glæsir | frá Fornusöndum | 8.2 | 8.34 | 8.28 |
IS2006184674 | Þrumufleygur | frá Álfhólum | 8.04 | 8.43 | 8.27 |
IS2007158510 | Lord | frá Vatnsleysu | 8.37 | 8.18 | 8.25 |
IS2006184883 | Vörður | frá Strandarhjáleigu | 8.11 | 8.33 | 8.24 |
IS2006286999 | Þórdís | frá Lækjarbotnum | 7.76 | 8.51 | 8.21 |
IS2008288803 | Hrefna | frá Þóroddsstöðum | 8.13 | 8.18 | 8.16 |
IS2006177274 | Dalvar | frá Horni I | 8.37 | 8 | 8.15 |
IS2009277788 | Aldís | frá Hofi I | 8.13 | 8.15 | 8.14 |
IS2005186506 | Oktan | frá Hestheimum | 8.39 | 7.96 | 8.13 |
IS2006258300 | Þraut | frá Hólum | 8.18 | 8.1 | 8.13 |
IS2008281961 | Nútíð | frá Kvistum | 8.14 | 8.11 | 8.13 |
IS2005286806 | Oddrún | frá Lækjarbotnum | 8.26 | 8.02 | 8.12 |
IS2007225871 | Þórdís | frá Hvammsvík | 7.79 | 8.34 | 8.12 |
IS2004186386 | Rómur | frá Gíslholti | 7.84 | 8.29 | 8.11 |
IS2006175485 | Smári | frá Tjarnarlandi | 8 | 8.18 | 8.11 |
IS2007266906 | Stella | frá Saltvík | 7.94 | 8.22 | 8.11 |
IS2004225030 | Paradís | frá Meðalfelli | 8.07 | 8.13 | 8.1 |
IS2006188225 | Ísadór | frá Efra-Langholti | 8.24 | 8.01 | 8.1 |
IS2007281962 | Hilda | frá Kvistum | 8.01 | 8.16 | 8.1 |
IS2006256814 | Gerpla | frá Geitaskarði | 7.89 | 8.2 | 8.08 |
IS2006281765 | Elding | frá Ölversholti | 8.14 | 8.04 | 8.08 |
IS2007287140 | Hrafnhildur | frá Litlalandi | 8.08 | 8.07 | 8.08 |
DK2004207410 | Sandra Hlökk | fra Stutteri Borg | 8.13 | 8.03 | 8.07 |
IS2004282458 | Eylíf | frá Halakoti | 7.74 | 8.3 | 8.07 |
IS2005186902 | Ómur | frá Feti | 8.04 | 8.09 | 8.07 |
IS2008256955 | Þórdís | frá Skagaströnd | 8.14 | 8.03 | 8.07 |
IS2002256819 | Griffla | frá Geitaskarði | 8.15 | 8 | 8.06 |
IS2008282280 | Oddvör | frá Sólvangi | 7.96 | 8.12 | 8.06 |
IS2005286822 | Lilja | frá Efsta-Seli | 8.09 | 8.03 | 8.05 |
IS2006167040 | Ormur | frá Framnesi | 7.88 | 8.16 | 8.05 |
IS2006266214 | Bergþóra | frá Torfunesi | 8.09 | 8.02 | 8.05 |
IS2008256208 | Sóley | frá Brekku í Þingi | 8.05 | 8.05 | 8.05 |
IS2005266906 | Rjóð | frá Saltvík | 8.16 | 7.95 | 8.04 |
IS2008286512 | Dulúð | frá Áskoti | 7.83 | 8.19 | 8.04 |
IS2008288488 | Aría | frá Hlíðartúni | 7.86 | 8.16 | 8.04 |
IS2004281125 | Spyrna | frá Pulu | 7.98 | 8.05 | 8.03 |
IS2005265229 | Grafík | frá Búlandi | 7.5 | 8.38 | 8.03 |
IS2006281826 | Eldborg | frá Skák | 7.79 | 8.19 | 8.03 |
IS2005187251 | Vökull | frá Sæfelli | 7.93 | 8.08 | 8.02 |
IS2006186100 | Otkell | frá Kirkjubæ | 7.86 | 8.13 | 8.02 |
IS2008287001 | Maríuerla | frá Kjarri | 7.89 | 8.1 | 8.02 |
IS2005288810 | Þruma | frá Þóroddsstöðum | 8.04 | 8 | 8.01 |