Það hefur ekki hafst undan að greina frá öllum afrekum Heru og Bjarna Bjarnasonar. Þau unnu um daginn 100 m flugskeiðið á Skeiðleikum 5 á Selfossi (7,63). Í gær og dag gerði Hera sér lítið fyrir og gjörsigraði 250 m skeiðið á Metamóti Spretts á Kjóavöllum syðra.

Að þessu sinni fór Hera tvo spretti undir 22 sekúndum: Fyrst á 21,93, svo á 21,94! Og það voru sko sannarlega engar kjöraðstæður að þessu sinn, hvasst og blautlegt.
Samtals hefur Hera nú farið 4 spretti undir 22 sek í sumar, þar af tvo Íslands- og heimsmetsspretti (21,76 og 21,75 – sem er nú gildandi Íslandsmet).
Hvað gæti þessi afrekshryssa gert ef allt gengi upp við kjöraðstæður?
Dís fór nú á sínum besta tíma í 250 m skeiðinu (24,14). Hún er alltaf að smábæta sig og á nú 15,17 í 150 m og 7,93 í 100 m flugskeiði.
Blikka fór á 15,26 í 150 m skeiðinu.
Og Hnokki maður! Hann vakti stórathygli hjá Bjarna fyrir glæsilega framgöngu og reiðmennsku – komst í úrslit í A-flokki. Meðaltal einkunna Hnokka var fast að 8,70, en það komst aldrei á kreik af því að tveir af bestu hestunum (Hnokki og Kórall frá Lækjarbotnum) voru dæmdir úr leik vegna smávægilegra meiðsla. Að minnsta kosti tveir aðrir sluppu með skrekkinn!

%d bloggers like this: