Heyskapur er nú hafinn á Þóroddsstöðum, svosem ekkert mikið seinna en algengast er – var þó orðinn óþreyjufullur að geta hafið sláttinn, enda túnið allt vel sprottið og ekki eftir neinu að bíða – nema þurrkinum.

Uþb. 200 rúllur af heimatúnum á Þóroddsstöðum í gær og dag – eftir japl og jaml og fuður (stórrigningu í gær og nótt) er þetta trúlega prýðishey og jaðrar við metuppskeru af Vesturtúni. Hermann í Miðdalskoti rúllaði, það gekk fljótt og vel að vanda.

Smá viðbót við heyskaparfregnir: Samtals 510 rúllur voru fluttar heim í garð á Þóroddsstöðum á þessu blauta sumri, allt fremur gott hrossafóður, amk. sæmilega þurrt.

Rifjast nú upp vísa eftirSvein frá Elivogum;

Mér var ekki slyngt um slátt
slappur að beita ljánum.
Tíðast hef í tóft þó átt
tuggu handa ánum.

%d bloggers like this: