Ný skeiðstjarna, Þórdís frá Lækjarbotnum, sigraði í 100 m skeiði á Gullmóti og úrtöku fyrir HM, sem haldið var nú í vikunni. Þórdís er dóttir Þórodds og Gyðju frá Lækjarbotnum, Baldursdóttur frá Bakka, Náttfarasonar frá Ytra-Dalsgerði. Þannig að – það er góður að henni nauturinn.

Þórdís er fyrsta Þóroddsbarnið sem lætur verulega að sér kveða á kappreiðum í skeiði. Þórdís er ákaflega fallega vökur, en líka úrvals vel töltgeng og falleg undir. Hún gerði sér lítið fyrir og skaut aftur fyrir sig flestum stórstjörnum undanfarinna ára í þessari vegalengd. Tíminn var 7,46. Næstur varð Hörður frá Reykjavík á 7,53, Spyrna frá Vindási á 7,60, Andri frá Lynghaga á 7,64 og fimmta varð Ísabel frá Forsæti.
Knapinn er hinn ungi Konráð Valur Sveinsson.

Við vorum ekkert með að þessu sinni, en það verður gaman að vita hvort Hera hefur eitthvað í hana að gera þessa! Sjáum til á Selfossi núna seint í júní, þá eru boðaðir 3ju skeiðleikarnir.

%d bloggers like this: