Birkir og Bryndís komu í dag að taka út og sækja tvær hryssur, sem verið hafa í mánaðarlangri tamningu hjá Bjarna. Þær eru alsystur, undan Þóroddi og Stör, rauðstjörnóttar myndarhryssur, skortir þó prúðleika (ennistopp). Það er frábært upplag í þessum hryssum, geðslag, vilji og ganghæfni til fyrirmyndar. Járnalausar á túninu tölta þær tárhreint og fyrirhafnarlaust, grípa svolítið í brokk. Það verður gaman að sjá til þeirra í vetur spái ég, þegar búið verður að járna þær og færið orðið gott.

%d bloggers like this: