Við Magga fórum á bak í dag, hún í fyrsta skipti í vetur, náttúrulega á Hlé sinn. Ég reið Kraka, og er að verða býsna ánægður með hann Kraki er sex vetra gamall, sonur Harnar og Sjóla frá Dalbæ. Hann er afar spakur, fjalltraustur, öflugur, hreingengur, viljugur og flugrúmur á öllum gangi. Hann er óðum að léttast, enda talsvert brúkaður. Kraki er mjög vel taminn hjá bræðrunum, og það er bæði hentugt og gaman að nýta sér það við þjálfunina. Ég teymdi Hrund eins og ævinlega, það er orðið mjög gaman að teyma hana, vefur sig uppað án þess að taka í taum. Þetta er nú eina þjálfunin á henni enn sem komið er, hún er teymd flesta daga – á báðar hendur. Sama gildir um Kóng hans Bjarna, sem líka teymist æ betur, þótt tæplega sé fullnuma ennþá.
Þorkell segir mér góðar fréttir af Þóroddsstaðahrossum í Keflavík.

%d bloggers like this: